Eyborg Guðmundsdóttir

Fólk hugsar of mikið um peninga hér á landiSpjallað við Eyborgu Guðmundsdóttur listmálara


Þeir sem leið hafa átt um Skólavörðustíginn, hafa ef til vill hrokkið upp úr skamdegisdvalan um og staldrað við fyrir framan Mokkakaffi til að virða fyrir sér nýstárlegar myndir, sem hanga í glugganum og kannski verður sumum gengið þar inn og yfir expressókaffinu, sem Guðmundur réttir brosandi, hrökkva þeir við í annað sinn, því myndirnar hafa sein sé skipt um svip og eru allt aðrar. Þetta eru engar venjulegar myndir, heldur síkvikar. Vetrar skuggarnir hafa brugðið á leik milli lita og forma og halda áfram sköpunarstarfi listamannsins. Á gegnsærri plötu, sem hangir í dyraglugganum má lesa nafnið: Eyborg. Sé Guðmundur á Mokka inntur eftir því nánar hver þessi Eyborg er mun hann segja: „Hún er nýkomin frá París“.

Ég hitti Eyborgu að máli í látlausri íbúð hennar í vestur hluta borgarinnar. Hún sat við skattholið og var að glugga í bók sem hún segist hafa einna mestar mætur á allra bóka, og heitir „Frá Sjónarheimi“ og er eftir dr. Guðmund Finnbogason.

„Mikið hefur það verið vitur maður hann dr. Guðmundur“ segir Eyborg, og um það eru víst flestir henni sammála. Á veggjum héngu málverk eftir listakonuna og nokkrar bókahilur voru troðfullar af innlendum og erlendum bókum, ekki eingöngu um myndlist, heldur og merkilegar bókmenntir frá fyrri og síðari tímum. Ég fann strax hvernig andans auðlegðin streymdi á móti mér eins og maður væri kominn í nýtt og ferskt andrúmsloft. Frá öllu stafaði viss hlýleiki, sem torvelt er að útskýra.

Eyborg Guðmundsdóttir er upp alin við Ingólfsfjórð í Strandasýslu. Gekk hún í Laugarvatnsskóla en varð að hætta námi vegna alvarlegra veikinda og varð hún að liggja tvö ár á Vífilsstöðum. Árið 1945 settist hún að i Reykjavík og hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands. Um 10 árum síðar byrjaði hún að mála í frístundum sínum.

— Þú hefur ferðast mikið, Eyborg?

— Já, talsvert, en þó ekki nærri nógu mikið enn. Ég vona að ég komist til Japan áður en ég dey! Ég fór til Parísar árið 1959 til að kynna mér myndlist. Ég hafði sem sé tekið bakteríuna, eins og stund um er sagt. Og leiðin ligggur allt af einhverntíma til Parísar þegar fólk hefur áhuga á listum. París er dásamleg borg, full af fegurð. Fyrst í stað eyddi ég miklum tíma í að skoða söfn. Ég kom við í Hollandi á leiðinni suður. Mikið varð ég heilluð af að sjá myndir Rembrandt og Vermeers, þú skilur, originalana. Ég á bágt með að skilja að fólk sem hefur séð verk þessara manna, skuli hafa einurð til að mála myndir af fólki.

Í París kynntist ég mörgum góðum málurum, m.a. Vasarely, sem ég á mest að þakka, hans leiðsögn var mér ómetanleg. Vasarely er stórkostlegur málari og vísindamaður í myndlistinni, ef ég má komast þannig að orði. Það er á við marga Akademíuna að vinna undir hans handleiðslu. Ég hef eiginlega aldrei verið í skóla, það fór allt í hundana eins og ég sagði þér. Ég hef heldur aldrei verið á Akademíu og þess vegna halda sumir vinir mínir að ég kunni ekki að teikna mynd af ketti, af því að ég hef enga þörf fyrir að sanna þeim að ég kunni að teikna kött. En það eru sjálfsagt margir sem teikna kattarmynd betur en ég. Það lærir enginn að verða málari — tæknihliðina, jú, en ekki hitt að skapa mynd. Ég vona að þetta sé nógu skilmerkilega að orði komizt. Ég er ekki sérlega orðfim um myndlist; hef aldrei álitið það nauðsynlegt að útskýra myndirnar mínar eða það sem ég álít að verkið segi sjálft með því að vera til.

— Varstu byrjuð að mála geometrískar myndir áður en þú fórst út?

— Já, að nokkru leyti. Ég hef lengi aðhyllzt geometríska abstraktion. Þar eru óendanlegir möguleikar og engin hætta á stöðnun meðan líkami og sál eru heilbrigð og innri þörf knýr ekki til breytinga.

— Þú ert meðlimur hóps er heldur farandsýningar?

— Ég er meðlimur hóps málara og myndhöggvara: Groupe Mesure. Við höfum sýnt víða; í Frakklandi og Þýzkalandi. Í þessum hópi er fólk af mörgum þjóðernum, Belgíumenn, Þjóðverjar, Frakkar, Suður Ameríkumenn og einn Svíi. Það er mjög interesant að starfa með svona mörgu fólki af ólíkum uppruna. Eitt af áhugamálum flestra okkar er samvinna ýmiskonar við arkitekta. Svo er það þroskandi fyrir listafólk að starfa saman, ég held það útrými öfund og smásmuguskap, sem listamenn eiga til eins og annað fólk.

—Hvað um aðrar sýningar erlendis?

— Ég hef tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði með Mesure- hópnum og utan hans, í Frakklandi Þýzkalandi og Belgíu. Annars er ég orðin leið á samsýningum. Ég hef góða von um að halda einka sýningu í París eftir svona ár. Það er ekki hlaupið að því að fá góð gallerí í París. Mér hefur samt tekizt að fá hengdar upp myndir á tveim ágætum galleríum þar og tel mig hafa verið mjög heppna.

„Þessi alvarlega stemning sem einkennir myndir Eyborgar getur af sér tregafulla og heillandi ljóðrænu, einkennandi fyrir eyja- skeggja, sem lifa langt frá heimsins glaumi; en vita um allt, sem. smám saman hverfur úr borgum okkar: lífshamingjan sjálf,“ hefur einn franskur gagnrýnandinn komizt að orði um myndlist Eyborgar.

— Hvernig verkar það að opinbera myndirnir sínar almenningi?

— Það var erfitt fyrst, maður gefur svo mikið af sjálfum sér, af hjúpar sjálfan sig. Stendur fá klæddur eftir — svo ég noti líkingamál — og er ógurlega viðkvæmur fyrir öllum vindum sem um mann blása. Svo venst þetta eins og annað, maður verður líka öruggari og finnst það jafnvel positivt ef svolítið köldu andar. Það herðir.

— Er mikil hreyfing í myndlist inni í París um þessar mundir?

— Já, það er margt að gerast. Þessa tvo mánuði sem ég var þar núna var mikið að skoða, komst varla yfir það sem mér fannst þýðingarmest. Nú ég þurfti líka að safna ýmsu öðru í sarpinn fyrir veturinn. Ég fór mikið í leikhús og á hljómleika. Ég skal segja þér frá einhverju af því, ef þú vilt: — Sýningin „Listasafnið í Verksmiðiunni“ var stórmerkileg. Það eru 30 málverk úr einkasafni hollenska sígarettuframleiðandans Peter Stuyvesant sem komið er fyrir í Mu sée d'arts decoratifs; í verksmiðju umhverfi tilbúnu með stækkuðum ljósmyndum og ljóskösturum, og til þess að gera umhverfið sem eðlilegast eru vélahljóð og verksmiðjuhávaði spiluð af segulbönd um. Þessi Peter Stuyvesant var fyrsti maðurinn til að hengja upp málverk í verksmiðjuna sína. Ég var mjög hrifin af þessu. Listaverk ættu að vera snarari þáttur í lífi fólks en nú er og koma til þess í verksmiðjiur og hvert sem er. Eða eins og franski gagnrýnandinn Pierre Cabanne orðar það í grein nýlega: „Tímabil meistaraverkanna og safnanna er liðið undir lok en hafið er tímabil hins venjulega manns.“

Svo sá ég auðvitað Vermeersýninguna. Það voru líka 600 þúsundir búnar að vera þegar ég var á ferð. Ég er búin að segja þér hvað mér finnst um Vermeer. Hugsaðu þér hvað málarar eru stundum lítið „populaire“ á meðan þeir eru á lífi! Það verður of langt mál að telja upp allt það sem ég sá í þessari ferð. Ég sagði þér víst að ég var þarna meðfram í sambandi við samsýningar sem ég tók þátt í og hef gert undanfarin ár. Ágætar sýningar og fjölbreyttar. Ein þeirra var kirkjulistarsýning, mjög merkileg Þar sýndi ég m.a. Kross úr smíðajárni, sem hann Magnús Pálsson smíðaði fyrir mig. Krossinn vakti talsverða athygli — þótti original — Ég vona að hann komist í kirkju einhverntíma.

— Svo við snúum okkur að föðurlandinu, hvernig finnst þér nú að vera komin heim aftur eftir 6 ára útivist?

— Það er nú margt gott um það að segja og líka ýmislegt, sem mér finnst erfitt að sætta mig við. Verst líkar mér hvað fólk talar mikið um peninga og virðist meta allt til fjár. Fólk leggur ógurlega mikla vinnu á sig, byggir hús, fyllir þau af fínum og dýrum munum, en mér sýnist minni rækt lögð við kjarna lífsins, lífshamingjuna sjálfa. Mér finnst líka hryggilegt hve fólk á erfitt með að brosa; kannski er það skammdegið. Það lagast eftir áramótin — vonandi.

Þegjandi er ég neyddur til að samþykkja veikleika okkar íslendinga gagnvart krónunni. Sný mér að öðru.

— Hvernig hefur fólk tekið sýningunni á Mokka?

— Ef þú meinar hvort ég hafi selt, þá er því til að svara, að ekki ein mynd hefur selzt. Mér finnst það ekkert negatívt vegna þess að ég geri mér grein fyrir að fólk hér er óvant þessarri tegund myndlistar og þarf sinn tíma til að átta sig á að hún tilheyrir framtíðinni Mér virðist þó að áhuginn sé greinilega vaxandi, því ég hef fengið óteljandi upphringingar og skilaboð frá fólki sem ég tek mikið mark á, sem hefur látið í ljós ánægju og fögnuð yfir því, að ég er hér á ferð með nýstárlega hluti, má þar t.d. nefna myndir sem ég kalla „partitionir" og eru málaðar ýmist á tré- og glerplötur eða á tvær glerplötur með rúmi á milli. Form og litir á báðum flötunum leika svo, ásamt með skuggum, sitt lag, sem er síbreytilegt eftir því hvernig ljósið fellur á myndina.

Þá spyr ég Eyborgu um álit hennar á ísl. myndlist í dag.

— Þar sem ég hef verið svo lengi í burtu, hef ég að sjálfsögðu ekki haft tækifæri til að fylgjast með, en af þeim sýningum sem ég hef séð síðan ég kom heim, virðist mér ekki að neitt nýtt hafi komið fram í ísl. myndlist nýlega. Það sem ég hef séð hefur mér fundizt frekar bragðdauft og svefngengilslegt og ekki sambærilegt því sem fram kom á eldmóðstímabilinu fyrir og eftir 1950. Hamingjan hjálpi mér, ef ég freistast til að halda fram, að þeir málarar sem þá fram, að þeir málarar sem nú gengu fyrir skjöldu, séu orðnir „bourgeois" og hafi stagnerast og ekki hafi komið nýir „eldmóðsmenn“ í staðinn. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

Ég fletti skrá þeirri er tilheyrði sýningu Eyborgar í Bogasal Þjóðminjasafnsins í ársbyrjun 1965. Þar stanza ég við mynd, einfalda að gerð, sem Eyborg hefur gefið nafnið: „Leit að dropanum tæra“. Ég spyr listakonuna, hví hún hafi valið þetta nafn á myndina.

— Ég hef gaman af poetískum nöfnum á myndirnar mínar; nöfnum sem hafa bara meiningu fyrir mig eina. Ég er leið á nöfnum sem sett eru á myndir eingöngu til að trufla fólk og skaprauna eða villa um fyrir því. Mín verk eru abstrakt og því skyldu nöfnin ekki vera það líka? Annars ættu allir að leita að dropanum tæra í sem flestum skilningi. Það er ekkert abstrakt!

Mér þykir tilhlýðilegt að enda þetta spjall okkar á því að spyrja Eyborgu um álit hennar á list og gildi hennar fyrir þjóðfélagið almenn.

— Ég tel ekki að líf án lista sé þess virði að vera lifað.

Sigurður Jón Ólafsson
Alþýðublaðið, 14.12.1966
Hlekkur á gagn